Lögregla veitti ökumanni sem er grunaður um ölvun eftirför

mbl.is/Júlíus

Skömmu fyrir klukkan sex um morgun hugðist lögreglan á Suðurnesjum hafa afskipti af ökumanni fólksbifreiðar á Hringbraut við Skólaveg í Keflavík. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók sem leið lá norður Hringbraut á mikilli ferð. Ekið var um Vesturbraut, Hafnargötu inn Aðalgötu en bifreiðin stöðvaðist á Suðurvöllum vegna bilunar. Bifreiðinni, sem er nýleg, hafði verið ekið mjög greitt yfir hraðahindranir sem urðu á vegi hennar. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, var handtekinn og færður á lögreglustöð. Verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Skömmu eftir miðnætti var ökumaður bifreiðar stöðvaður á Hafnargötu í Keflavík. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður, sem ók rólega, gerði sig ekki líklegan til að stöðva bifreiðina og þurfti að aka lögreglubifreiðinni í veg fyrir ökumann til að stöðva för hans.

Lögregla þurfti í nótt að aðstoða mann fyrir utan veitingastað í Keflavík. Hafði hann verið sleginn í andlitið en var ekki með alvarlega áverka. Lögregla náði síðar tali af grunuðum árásarmanni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert