Svandís bað Bjarna að fara hvergi

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. mbl.is/Jim Smart

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, fór ekki með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra til Indónesíu á laugardag, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann yrði með í för þegar ráðherrann kæmi ásamt fylgdarliði sínu til Filippseyja.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hringdi Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, í Bjarna á föstudagskvöld og sagði að færi hann út með Össuri væri hann að gera lítið úr þeirri vinnu, sem nú færi fram á vegum borgarstjórnar við að fara ofan í sameiningu REI og Geysir Green Energy. Mun Bjarni hafa tekið umleitan Svandísar vel. Samkvæmt heimildum blaðsins talaði Svandís einnig um þetta mál við Össur.

Össur hyggst meðal annars vera viðstaddur undirritun samninga REI og indónesíska orkufyrirtækisins Pertamina í Jakarta og funda með orkumálaráðherra Filippseyja í ferð sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert