Hvar eru börnin?

Á tímabilinu frá 31. desember 1997 til sama tíma árið 2006 hefur fjöldi barna á aldrinum 0-15 ára í Reykjavík nánast staðið í stað. Í árslok 1997 voru samtals 23.037 börn í borginni, þar af 10.179 börn á aldrinum 0-5 ára og 12.858 á aldrinum 6-15 ára. Í árslok 2006 voru samtals 23.169 börn í Reykjavík, þar af 9.572 börn á aldrinum 0-5 ára og 13.597 á aldrinum 6-15 ára. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr tölum Hagstofu Íslands.

Til samanburðar má nefna að á sama tíma hefur fjölgun barna á aldrinum 0-15 ára í Kópavogi verið rétt tæplega 29,4%. Þannig bjuggu í árslok 1997 samtals 4.698 börn í Kópavogi, þar af 1.984 börn á aldrinum 0-5 ára og 2.714 á aldrinum 6-15 ára. Í árslok 2006 voru börn í Kópavogi hins vegar samtals 6.079, þar af 2.522 börn á aldrinum 0-5 ára og 3.557 á aldrinum 6-15 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert