40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna

70 börn hafa í ár verið styrkt af Vildarbörnum, en …
70 börn hafa í ár verið styrkt af Vildarbörnum, en Icelandair á 70 ára afmæli á árinu mbl.is/Guðmundur Rúnar

Vildarbörn Icelandair úthlutuðu í dag styrkjum til 40 barna til þess að komast í draumaferðina ásamt fjölskyldum sínum og aðstoðarfólki. Athöfnin fór fram í Víkingasal Hótel Loftleiða þar sem flugfreyjukór Icelandair flutti lög í tilefni dagsins. Vildarbörn hafa þá styrkt 70 íslensk börn á árinu til að komast í draumaferðina, auk þess sem 10 erlend börn voru styrkt til að komast í draumaferðina á árinu.

Við þetta sama tækifæri voru afhentar tæplega 3 milljón vildarpunkta sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu. Icelandair Group hét á starfsmenn og greiddi 3.000 punkta fyrir hvern hlaupinn km til Vildarbarna. En þessir punktar eru einmitt mikilvægur liður í fjársöfnun sjóðsins, þar sem þeir eru

notaðir sem gjaldmiðil fyrir þær flugferðir sem boðið er í. Sigurður Helgason formaður stjórnar Vildarbarna Icelandair sagði við þetta tilefni, „þessi einstaki sjóður sem Icelandair stofnaði árið 2003 hefur nú gert hundruðum barna kleyft að komast í langþráð ferðalag. Sjóðurinn hefur vaxið og dafnað frá stofnun, fyrst og síðast fyrir örlæti farþega Icelandair. Það örlæti hefur orðið til þess að okkur hefur tekist að uppfylla drauma fleiri barna en okkar björtustu vonir stóðu til fyrst þegar við stofnuðum sjóðinn og við viljum því þakka öllum þeim sem stutt hafa sjóðinn. Allir sem komið hafa að sjóðnum hafa lagt sig fram í starfi fyrir sjóðinn og við þökkum starfsfólki Icelandair fyrir þeirra framlag til sjóðsins.“

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmiðið er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til ferðalaga ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn var stofnaður af Icelandair sumardaginn fyrsta árið 2003

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert