Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun

Tveir landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið viðræðum við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals. Áður hafa eigendur Skálmholtshrauns í Flóa slitið samningaviðræðum vegna Urriðafossvirkjunar.

Fram kemur í tilkynningu að þeir landeigendur sem nú hætta viðræðum eigi samtals þrettán hektara úr jörðinni Haga á Þjórsárbökkum austan við Þverá og hafa reist sér þar frístundahús. Annar þeirra á einnig veiðirétt í Þjórsá ásamt fjölskyldu sinni í Haga.

Lögfræðingur landeigendanna hefur sent Landsvirkjun bréf, í því segir meðal annars: „Umbjóðendur okkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum við neðri Þjórsá og mótmæla harðlega áformuðum skerðingum á lóðum þeirra vegna framkvæmda og mótmæla framkvæmdunum sem ólögmætum. Jafnframt tilkynnist að umbjóðendur okkar munu ekki ræða frekar við forsvarsmenn Landsvirkjunar eða aðila á þeirra vegum um málið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert