Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var einróma í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar 25. október sl.:

„ Fundur í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar ályktar að húsnæðismál láglaunafólks séu í miklu ófremdarástandi. Almennt leiguverð á þriggja til fjögurra herbergja íbúð er orðið það hátt að útborguð lágmarkslaun, sem nú eru kr. 106.000 á mánuði, duga ekki fyrir húsaleigunni einni saman, hvað þá heldur fyrir öðrum útgjöldum heimilisins.

Fundurinn skorar á ríkisstjórnina og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmálaráðherra að hafa forgöngu um lausn þessa mikla vandamáls strax núna í haust, bæði með verulega hærri vaxtabótum, niðurgreiðslu á húsaleigu og kaupum á húsnæði, þar sem húsaleiga verði miðuð við fjárhagslega getu viðkomandi heimilis."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert