Lagt til að lög um meðferð ölvaðra og drykkjusjúka verði afnumin

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra verði felld brott. Lögin voru sett árið 1949 og endurútgefin árið 1964. Segir í greinargerð með frumvarpinu, að lögin séu því komin til ára sinna og tákn þess tíma þegar þau voru samin.

Í lögunum, sem nú á að fella úr gildi, er m.a. gert ráð að sé maður handtekinn vegna ölvunar tvisvar sinnum eða oftar með skömmu millibili skuli lögreglan tilkynna nafn hans til áfengisvarnaráðunauts eða áfengisvarnanefndar. Nú hefur Áfengis- og vímuvarnaráð að hluta tekið við því starfi sem áður var falið áfengisvarnanefndum og áfengisvarnaráðunautum.

Í greinargerð með frumvarpinu segir, að bein afskipti af drykkjusjúkum, eins og gert sé ráð fyrir í lögunum, hafi ekki átt sér stað síðan áfengis- og vímuvarnaráð var stofnað. Starfsemi ráðsins miði nú einvörðungu að því að miðla upplýsingum til almennings í formi forvarna. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, komi það í hlut þeirra að veita aðstoð við áfengissjúka og annast vímuefnavarnir.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert