Umhverfisstofnun telur umhverfisáhrif Bitruvirkjunar ekki verða umtalsverð

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. mbl.is/ÞÖK

Umhverfisstofnun hefur birt umsögn um fyrirhugaða Bitruvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og segir, að ef tekið verði tillit til athugasemda stofnunarinnar séu ekki líkur á að heildaráhrif vegna framkvæmdanna verði umtalsverð.

Í umsögn Umhverfisstofnunar segir m.a., að sjónræn áhrif virkjunarinnar verði talsverð en draga megi verulega úr þeim með vandaðri hönnun mannvirkja og staðsetningu. Orkuveitan hafi reynt að forðast röskun á hrauni eins og kostur er, með því að minnka fyrirhugað framkvæmdasvæði og hlífa jarðmyndunum með verndargildi. Hins vegar þurfi að gera nánari grein fyrir því hvernig staðið verði að því að dreifa jarðvegi vegna uppgræðslu á óröskuðum svæðum.

Fram kom á upplýsingafundi OR í vikunni, að Skipulagsstofnun höfðu þá borist á fimmta hundrað athugasemdir vegna framkvæmda við Bitru- og Hverahlíðarvirkjun, sem ætlunin er að reisa við Hengilssvæðið. Fresturinn til að skila inn athugasemdum rennur út á miðnætti á föstudag.

Umsögn Umhverfisstofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert