Hvað kostar kamar?

Á vefsíðunni Gjöf sem gefur er hægt að kaupa jólagjafir til þeirra sem eiga allt, handa þeim sem eiga ekkert, eins og Skyrgámur komst að orði í morgun þegar hann ásamt bræðrum sínum og móður opnaði síðuna formlega, en það er Hjálparstarf kirkjunnar sem stendur að henni.

Gjöf sem gefur „er nýr og áhugaverður kostur fyrir fólk í gjafaleit, þar sem tækifæri gefst til að kaupa gjafabréf, ávísun á gjafir sem margfaldast í þróunarlöndunum,“ segir í tilkynningu frá Hjálparstarfinu.

Hægt er að kaupa hús fyrir munaðarlaus börn, gefa kamar, kýr, geitur, kassa af smokkum og ýmislegt fleira sem getur bætt til muna líf fólks í þróunarlöndunum, staðhætti þess og heilsufar.

Gjöf sem gefur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert