Jólasveinar moka inn milljónum

„Það stefnir í algjör metjól hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinum. Það hefur aldrei verið bókað svona mikið á þessum tíma," segir hinn síkáti jólasveinn Stekkjarstaur, en hann var staddur í helli á Suðurlandi með ilmandi bolla af heitu kakói þegar blaðamaður náði í hann.

Strax í byrjun desember fara jólasveinarnir að koma fram á skemmtunum um allt land og samkvæmt heimildum 24 stunda eru dæmi um að hver jólasveinn komi fram allt að tíu sinnum á dag. Stekkjarstaur segir það kosta frá 5.500 krónum að bóka jólasvein, en það verð miðast við heimsókn í heimahús. „Þú færð góðan jólasvein fyrir peninginn," segir Stekkjastaur. „Á mínum stærstu jólum kom ég fram 250 sinnum frá fyrsta desember til þrettándans."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert