Alþingi vinni vinnuna sína

„Breytingar á þingskapalögum hljóta að ráðast af því hve fúsir menn eru til að vinna saman," segir Katrín Jakobsdóttir, starfandi þingflokksformaður vinstri grænna.

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis leggur nú til ýmsar breytingar til að efla og styrkja starfsemi Alþingis. Ekki er vanþörf á ef marka má skýrslu umboðsmanns Alþingis sem rædd var þar í gær. Í henni kemur fram að hlutfall gallaðra laga sé óvenjuhátt á Íslandi, miðað við önnur Norðurlönd.

Sturla er vongóður um samstöðu og frumvarp á þessu þingi. Samkvæmt heimildum 24 stunda taka bæði Samfylking og Framsóknarflokkur vel í tillögurnar. Frjálslyndir hugsa en VG gerir athugasemdir og vilja að þingið verði sterkara gagnvart framkvæmdavaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert