Aðeins hugmyndir á vinnslustigi

Hugmyndir munu vera uppi í stýrihóp meirihlutans í Reykjavík um að eign Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja verði látin renna inn í Reykjavík Energy Invest og þaðan í Geysir Green Energy. Í staðinn fái REI hlutafé í GGE.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að hann vilji sem minnst tjá sig um hugmyndir sem séu á vinnslustigi.

„Ég vil því ekki tjá mig um einstakar hugmyndir og vil hvorki staðfesta þetta né neita því, það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Steingrímur. „Ég veit ekki hverjir ykkar heimildarmenn eru og hversu áreiðanlegar þessar fréttir eru. En ég get bara sagt að það er unnið að þessu af miklu kappi og við fylgjumst með þessari vinnu eins og eðlilegt er, höfum gott samráð í flokknum. Það ríkir algert trúnaðartraust á milli okkar allra. En fyrst og fremst er þetta auðvitað á forræði okkar fólks hjá borginni, Svandís veitir þessu forystu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert