Starfsmenn eignuðust hátt í 20 börn á rúmu ári

Í Ingunnarskóla í Grafarholti hafa fjórir kennarar farið í fæðingarorlof frá því í haust og sá fimmti fer í fæðingarorlof eftir rúma viku. Þessir fimm bætast í hóp annarra frjósamra starfsmanna skólans en alls hafa starfsmennirnir eignast hátt í 20 börn á rúmu ári. Þar sem erfitt er að fá kennara til starfa hafa stjórnendur í skólanum, það er aðstoðarskólastjórinn og tveir deildarstjórar auk upplýsingafulltrúa, sem reyndar er kennaramenntaður, orðið að bæta við sig störfum og taka að sér kennslu.

„Við erum í raun búin að bjarga kennslunni með þessu fyrirkomulagi og með því að ráða leiðbeinendur sem eru vel menntaðir og færir starfsmenn. En ástandið er mjög þanið hjá okkur eins og víða annars staðar. Þessir stjórnendur hafa hlaupið í skarðið þegar forföll hafa orðið vegna veikinda kennara en nú geta þeir ekki haldið því áfram þegar þeir eru sjálfir farnir að kenna. Þá er viðbúið að vandræði komi upp," segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert