Ekki á að líða sæmdarglæpi

Sæmdarglæpir eru ofbeldisverk gegn konum sem verður að uppræta. Þetta segir félagi í samtökum kvenna af erlendum uppruna í Svíþjóð sem sjálf hefur orðið fórnarlamb sæmdarglæps, en hún flutti erindi um þetta í Norræna húsinu í dag.

Hún benti á að þetta sé alvarlegt vandamál í Svíþjóð sem hafi ekki þekkst fyrir um áratug. Hún segir Íslendinga geta lært af því sem hafi farið miður hjá Svíum.

Fatma Mahmoud er fædd í Kenýa en hefur búið sl. 13 ár í Svíþjóð. Hún segir vandamálið aðallega tengjast innflytjendahópum þar í landi. Í fyrra hafi komið um 80.000 innflytjendur til Svíþjóðar, flestir frá Írak. Hún bendir þó á að þrátt fyrir að vandinn sé nýr af nálinni í Svíþjóð hafi sænsk stjórnvöld ákveðið að taka upp ákveðna „núllstefnu“ gagnvart sæmdarglæpum, þ.e. að mannréttindabrot af þessu tagi verði ekki liðin.

Að hennar mati er fræðsla og forvarnir þó áhrifaríkastu vopnin í þessari baráttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert