Axel fer í slipp á morgun eða laugardag

Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping og Ari Axel Jónsson, eigandi …
Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping og Ari Axel Jónsson, eigandi fyrirtækisins, ræða við tollvörð á bryggjunni snemma í morgun. Skapti Hallgrímsson

Að öllum líkindum verður hafist handa við að afferma flutningaskipið Axel um hádegisbil í dag. Skipið, sem steytti á skeri við Hornafjarðarás á þriðjudagsmorgun, kom til hafnar á Akureyri í nótt og fulltrúar tryggingafyrirtækja eru nú um borð að meta skemmdir á farmi.

Skipið verður tekið upp í þurrkví Slippsins á Akureyri á morgun eða laugardag, það ræðst af því hve fljótt tekst að afferma það að sögn Bjarna Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dregg shipping sem gerir skipið út. Farmurinn er frosinn fiskur, bæði í lest og í gámum á dekki.

Bjarni sagði við Fréttavef Morgunblaðsins á bryggjunni við Oddeyrartanga í morgun að skemmdir kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en skipið kemur á þurrt því þær væru allar neðan sjólínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert