Nuddaður og klipptur í vinnunni

„Google er að mínu mati draumafyrirtæki að mörgu leyti," segir Finnur Breki Þórarinsson, en hann starfar við hugbúnaðargerð hjá tænirisanum Google í Bandaríkjunum. Í nýlegri úttekt Fortune-tímaritsins var Google valið þaðfyrirtæki í Bandaríkjunum sem best er að vinna fyrir. Ýmis fríðindi eru í boði fyrir starfsmenn á vinnustaðnum, til dæmis læknaþjónusta, líkamsrækt og þvottahús, en öll þjónustan er gjaldfrjáls.

Finnur Breki hefur búið í Bandaríkjunum í sjö ár ásamt eiginkonu sinni og eiga þau saman tvö börn. Fjölskyldan býr í Norður-Kaliforníu í miðjum Sílíkondalnum, sem er hjarta hátækniiðnaðarins í Bandaríkjunum. „Google leggur sig mikið fram við að gera vel við starfsmenn sína. Mötuneytin eru víðfræg fyrir úrval og gæði og orðið mötuneyti er í raun rangnefni þar sem þau eru líkari veitingastöðum að gæðum en hefðbundnum mötuneytumfyrirtækja," segir Finnur Breki um mötuneytin hjá Google sem hafa vakið heimsathygli. „Eitt mötuneytið sérhæfir sig í spænskum smáréttum, annað býr til austurlenska rétti og matreiðir sushi á staðnum og svona mætti lengi telja. Veðurfarið gerir það að verkum að maður getur setið að snæðingi úti undir sólhlíf og notið Kaliforníu."

Sólin er ekki það eina sem starfsmenn Google fá að njóta á hverjum degi. Ýmis fyrirtæki bjóða upp á þjónustu innan höfuðstöðva Google, svo sem nudd, klippingu, þvott á bílum og olíuskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert