Siðmennt ekki á móti litlu jólunum

Félagið Siðmenn segist hvorki vera andvígt litlu jólunum í grunnskólum landsins né kristinfræði og segist telja eðlilegt að kristinfræði fái stóran hluta í kennslunni í ljósi sögu þjóðarinnar og þýðingar kristninnar hér á landi.

Félagið segist hins vegar vilja, að kennsla í trúarbragðafræðum verði einnig kennsla í fræðum lífsskoðana, því mikilvægri trúlausra siðrænna lífsskoðana eins og húmanisma, skynsemishyggju og efahyggju verði seint vanmetið. Þá segist Siðmennt vilja, að skólastarf allra skólastiga laust við trúarlegt starfi og boðun, þ.m.t. dreifingu trúarrita, heimsóknum presta í skólastofur og trúarlegri sálgæslu.

Athugasemd Siðmenntar er send vegna umræðna, sem verið hafa í fjölmiðlum að undanförnu. Segist félagið vera á móti trúarlegum athöfnum í skólum eins og bænahaldi og kirkjuferðum á skólatíma sem miði að trúarlegri innrætingu. Þá segir félagið, að sérstakar fermingaferðir séu ekki hluti af lögboðnu skólastarfi eða lögboðnum frídögum.

„Siðmennt vill frið um skólastarf og að öllum börnum sama frá hvaða bakgrunni þau koma, líði vel í skólum landsins og þurfi ekki að óttast að vera skilin útundan eða vera mismunað vegna lífsskoðana foreldra þeirra," segir í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert