Stúdentar fagna

Stúdentar sjást hér leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar.
Stúdentar sjást hér leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn

Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt upp á hátíðisdag stúdenta í dag m.a. með því að leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar. Fram kemur í tilkynningu frá Stúdentaráði að dagurinn sé sérstaklega merkilegur þar sem tvær nýjar háskólabyggingar verða vígðar síðar í dag.

Dagurinn hófst á því að guðfræðinemar messuðu í kapellunni í Aðalbyggingu HÍ. Milli kl. 13 og 14 fóru fram hátíðarhöld í hátíðarsal Aðalbyggingarinnar. Þar var rætt um opnun Háskólatorgs og hvaða áhrif hún hefur á stúdenta og Háskólasamfélagið.

Í kjölfarið gengu stúdentar saman að leiði Jóns Sigurðssonar og lögðu blómsveig við það sem fyrr segir.

Kl. 17 til 19 verður nýtt Háskólatorg vígt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert