Fór úr landi þrátt fyrir farbann

Einn af fimm Pólverjum, sem úrskurðaðir voru í farbann að kröfu 
lögreglustjórans á Selfossi vegna nauðgunarrannsóknar, hefur farið frá landinu, að sögn lögreglunnar í Árnessýslu. Hefur verið lýst eftir manninum en lögreglan er með vegabréf hans og hinna fjögurra í vörslu sinni.

Maðurinn heitir Przemyslav Pawel Krymski. Lögreglan segir, að rannsókn mála mannanna fjögurra sé ekki lokið þar sem enn sé beðið niðstöðu úr rannsóknum lífsýna en mennirnir eru grunaðir um nauðgun. Farbann þess sem yfirgaf Ísland átti að renna út hinn 17. desember n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert