Ráðuneyti skoðar mál konu

Utanríkisráðuneytið mun skoða mál íslenskrar konu, sem segir á bloggsíðu sinni að hún hafi verið látin dúsa án matar og drykkjar tímunum saman á JFK flugvelli í New York og síðan hlekkjuð og stungið í fangelsi, fyrir þá sök að hafa farið framyfir leyfilegan dvalartíma í landinu fyrir 12 árum.

Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir í sjónvarpi mbl, að fyrirhugaður sé fundur með konunni, en segist að öðru leyti ekki tjá sig um einstök mál.

Pétur segir, að nokkrir tugir Íslendinga leiti aðstoðar utanríkisþjónustunnar ár hvert vegna vandamála gagnvart landamæravörslu á erlendum flugvöllum.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Íslendingar í Úganda óhultir

Stekkjastaur kominn til byggða

Íbúð óíbúðarhæf vegna elds

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert