Snerpa tekur að sér starfsemi fyrir Mílu á Ísafirði

Snerpa ehf. og Míla ehf. skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að Snerpa taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu á norðanverðum Vestfjörðum. Samningurinn við Mílu leiðir af sér að þrír starfsmenn Mílu flytjast yfir til Snerpu frá og með áramótum.

Við upphaf samningsins verður þjónustusvæðið sem Snerpa sinnir það sama og starfsstöð Mílu á Ísafirði hefur sinnt hingað til, eða frá norðanverðum Arnarfirði allt til Steingrímsfjarðarheiðar. 

Snerpa var stofnuð árið 1994 á Ísafirði og er með elstu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið rekur alhliða tölvu og netþjónustu og hafa starfsmenn fyrirtækisins sérhæft sig í umsjón tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir, vefforritun og hugbúnaðargerð auk almennrar tölvuþjónustu. 

Starfsmenn Snerpu eru átta en verða ellefu við þessa breytingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert