Beðnir að huga að bátum

Niðurföll hafa ekki haft við úrkomunni í dag.
Niðurföll hafa ekki haft við úrkomunni í dag. mbl.is/Golli

Bátaeigendur í Grindavík eru beðnir að huga að bátum í höfninni.  Þar er nú bálhvasst og mikil ölduhæð. Ekkert lát hefur orðið á beiðnum um aðstoð vegna óveðursins í dag og í samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra eru um 30 beiðnir skráðar á hverjum klukkutíma.    

Mikið hvassviðri hefur verið á Vesturlandi frá því í  morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu fóru veðurskil  yfir Vesturlandið um hádegisbil og  lægði aðeins  í kjölfarið.  Síðan hefur bætt aftur í vindinn og núna er ástandið verst í Grindavík og nágrenni.   Einnig er mjög hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi og öllum fjallvegum á Vestfjörðum.   Úrkoma hefur minnkað á Vesturlandi en vaxið að sama skapi á Austurlandi.

Ekkert lát er á beiðnum um aðstoð vegna óveðursins og í Samhæfingarstöð eru um 30 beiðnir skráðar á hverjum klukkutíma.   

Alls hafa borist  292 beiðnir um aðstoð frá því þessi  hrina hófst, þar af eru 195 beiðnir á höfuðborgarsvæðinu.   Mikið álag hefur verið á öllum viðbragðsaðilum og hafa björgunarsveitarmenn verið að störfum síðan kl. 3.00 síðastliðna nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert