Heimilt að setja þak á innheimtukostnað

Viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp til innheimtulaga fyrir Alþingi  en það hefur fengið umfjöllun í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að ráðherra geti takmarka í reglugerð hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar.

Í frumvarpinu eru skilgreind ýmis skilyrði fyrir rekstri innheimtustarfsemi og eftirlitsskilda Fjármálaeftirlitsins með slíkri starfsemi lögfest. Ennfremur eru settar reglur um samskipti innheimtuaðila og skuldara annars vegar og innheimtuaðila og kröfuhafa hins vegar.

Markmiðið með frumvarpinu er einkum að setja ákveðnar meginreglur um innheimtu til hagsbóta fyrir neytendur, m.a. ákvæði um góða innheimtuhætti og innheimtuviðvörun, og draga úr óeðlilegum kostnaði skuldara vegna innheimtuaðgerða á frumstigi.

Gengið er útfrá því að skuldarar eigi almennt kost á að greiða skuld sína innan stutts frests með lágmarkskostnaði áður en til frekari innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga verður gripið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert