Skuldari beri raunkostnað

Forstjóri innheimtufyrirtækisins Intrum Justitia, Sigurður Arnar Jónsson, segist fylgjandi því að sett verði lög um innheimtustarfsemi, en athugandi sé hvort rétt sé að ráðherra sé veitt jafn umfangsmikið vald til reglugerðasetningar og gert er ráð fyrir í frumvarpi viðskiptaráðherra til laga um innheimtustarfsemi.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er gert ráð fyrir því að ráðherra geti í reglugerð ákveðið að setja þak á ýmsar tegundir innheimtukostnaðar. „Það er afar mikilvægt að í lögunum, og reglugerðum settum með stoð í þeim, sé þeirri meginreglu viðhaldið að skuldari beri raunkostnað vegna vanskila,“ segir Sigurður.

„Í frumvarpinu segir að lögunum sé ætlað að vernda neytendur, sem er gott og gilt markmið, en gæta verður þess að nýjar reglur snúist ekki um of um skuldaravernd á kostnað neytendaverndar,“ segir Sigurður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert