Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu

mbl.is/Kristján

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 40 þúsund króna sekt fyrir brot gegn dýraverndarlögum en maðurinn sleppti tveimur köttum, sem voru í hans umsjá, lausum og skildi þá eftir við hesthús á Hólmsheiði í Reykjavík. Þar fundust kettirnir í mars sl.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi með því að sleppa köttunum  lok febrúar eða byrjun mars vanrækt að sjá tveimur köttum í sinni eigu fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert