Fasteignamat hækkar um 12%

Fasteignamat hækkar að jafnaði um 12% um áramótin.
Fasteignamat hækkar að jafnaði um 12% um áramótin.

Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða, atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða, sumarhúsa og sumarhúsalóða, svo og matsverð bújarða ásamt íbúðarhúsum og útihúsum á bújörðum og matsverð hlunninda hækkar um 12% um áramótin samkvæmt ákvörðun Yfirfasteignamatsnefndar.

Þetta á þó ekki við um matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða á Siglufirði og Búðum í Fáskrúðsfirði sem hækkar um 20%. Sama hækkun verður á matsverði atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Álftanesi, í Reykjanesbæ, á Akranesi, í Borgarnesi, á Akureyri, Selfossi og í Hveragerði og ennfremur á matsverði sumarhúsa og sumarhúsalóða á Suður- og Suðvesturlandi frá  Rangárþingum að Skorradalshreppi svo og í Svalbarðsstrandarhreppi, Fnjóskadal og Aðaldælahreppi. 

Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða á Seltjarnarnesi, í Stykkishólmi, á Blönduósi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í þéttbýli í Snæfellsbæ hækkar um 16%.

Matsverð íbúðarhúsa og íbúðarlóða á Akranesi, í Búðardal, á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, í Grímsey, á Kópaskeri, Raufarhöfn, Bakkafirði og Hornafirði hækkar um 6% og einnig matsverð atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða (annarra en útihúsa á bújörðum) á Snæfellsnesi, í Dalabyggð, á Þórshöfn, í Vopnafjarðarhreppi og á Suður- og Suðausturlandi frá og með Mýrdalshreppi að og með Breiðdalshreppi.

Engin hækkun verður á matsverði atvinnuhúsa og atvinnuhúsalóða á Vestfjörðum frá Reykhólahreppi að Strandabyggð, í Grímsey, Fjallabyggð, Norðurþingi að frátaldri Húsavík, Tjörneshreppi, Svalbarðshreppi, Langanesbyggð að frátaldri Þórshöfn og í Vestmannaeyjum.  

Tilkynning Fasteignamats ríkisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert