Í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að 16 ára gamall piltur, sem í vor og sumar var dæmdur tvívegis til fangelsisvistar sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í málum hans í Hæstarétti.

Pilturinn var í júlí dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot, þar á meðal rán. Í ágúst var pilturinn dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir stórhættulega líkamsárás en hann barði leigubílstjóra í tvívegis í höfuðið með hamri.

Pilturinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. apríl í vor. Féllust dómstólar á þau rök ríkissaksóknara, að drengurinn væri, þrátt fyrir ungan aldur, síbrotamaður og yrði að telja yfirgnæfandi líkur á því að hann muni halda áfram brotum verði hann látinn laus úr gæslu áður en endanlegur dómur gengur í málum hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert