Hækkunin daprar fréttir

Landspítali.
Landspítali.

Þess eru dæmi að aldraðir og öryrkjar veigri sér við að leita til læknis vegna bógborins fjárhags. Þetta segja Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara og Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Báðar gagnrýna þær hækkanir á komugjöldum fyrir þjónustu á heilsugæslustöðvum og slysa og bráðamóttökum sjúkrahúsa. Komugjöld barna voru felld niður um áramótin en komugjöld fullorðinna hækkuð.

Margrét segir það ekki góðar fréttir að velta eigi kostnaðinum vegna niðurfellingar komugjalda barna yfir á aldraða og öryrkja. Þessi hópur er þannig staddur að hann hefur ekki efni á því að fara til læknis og kaupa lyf og það ætti ekki að eiga sér stað í þessu velferðarþjóðfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert