Rúmar 2 milljónir bíla um Hvalfjarðargöng

Við munna Hvalfjarðarganganna.
Við munna Hvalfjarðarganganna. mbl.is/ÞÖK

Alls fóru um 2.030.000 bílar um Hvalfjarðargöng á árinu 2007 eða 9,3% fleiri en árið 2006. Þetta er í fyrsta sinn sem ársumferðin nær tveimur milljónum bíla frá því göngin voru opnuð en bílafjöldinn á ári hefur  tvöfaldast frá árinu 1999.

Það ár fór liðlega ein milljón bíla um göngin, fyrsta heila árið sem þau voru opin, eða liðlega 2800 bílar á sólarhring að jafnaði. Árið 2007 fóru hins vegar um 5500 bílar á sólarhring um göngin að jafnaði. 

Á heimasíðu Spalar segir, að veggjald í göngunum hafi lækkað um tugi prósenta frá upphafi, bæði í krónum talið og miðað við verðlag í landinu. Nettótekjur Spalar af hverjum bíl hafi þannig rýrnað verulega. 

Heimasíða Spalar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert