Á skíði í Bláfjöll um helgina?

Þótt starfsmenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum vilji engu lofa vinna þeir nú að því hörðum höndum að geta opnað svæðið almenningi um helgina.

Kóngsgilið er nú þegar fært, en þrír troðarar eru notaðir við að ryðja snjó í norðurleiðina, eða Öxlina. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri svæðisins, segir að nauðsynlegt sé að fá nægan snjó í þá leið til að hægt verði að opna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert