Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.

„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg í samningaviðræðunum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. „Við munum funda með Samtökum atvinnulífsins á fimmtudaginn og vonandi kemur eitthvað út úr því.

Sömuleiðis munu formenn landssambanda ASÍ funda með SA um hugmyndir að launaramma sem hægt yrði að semja eftir en við höfum sagt að ef það eigi að ná fram að ganga þurfi myndarlega aðkomu ríkisstjórnarinnar. Því miður hafa undirtektirnar ekki verið nógu góðar eða skýrar úr þeirri átt og yfirlýsingar Vilhjálms Egilssonar varðandi aðkomu ríkisstjórnarinnar og útreikningar á kostnaði við það hafa síst bætt stöðuna. Þessar yfirlýsingar eru fráleitar og steinn í okkar götu. Ég átta mig ekki á hvað honum gengur til.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert