Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa

Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í tilvikinu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vék að í setningarræðu á flokksstjórnarfundi á laugardag, sagði að hann teldi rétt sem fram hefði komið að óheppilegt væri þegar ekki væri hægt að fara að áliti lögbundinna álitsgjafa.

„Í því lenda ráðherrar mjög oft. Sem dæmi er Hafrannsóknastofnunin lögbundinn álitsgjafi fyrir sjávarútvegsráðherra við að ákveða kvótann á sama hátt og matsnefndin er lögbundinn álitsgjafi áður en héraðsdómarar eru skipaðir. Það hefur margsinnis gerst, bæði í minni tíð og annarra í sjávarútvegsráðuneytinu, að við höfum ekki talið okkur fært að fara að áliti faglegra sérfræðinga í Hafrannsóknastofnuninni,“ sagði Árni. „Hún [Ingibjörg] efast ekki um rétt ráðherrans til að gera þetta og að ráðherrann geri þetta samkvæmt sinni sannfæringu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert