Áhersla á umhverfis- og húsverndarmál

Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, …
Nýi meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á umhverfis- og húsverndarmál, segir Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson. Árvakur/Kristinn

Helsti munur á meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista og meirihluta sem Sjálfstæðisflokkurinn myndaði með Framsóknarflokknum er sá að nýi meirihlutinn leggur meiri áherslu á umhverfismál og húsverndarmál en sá sem fór frá völdum í október. Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, á fundi með sjálfstæðismönnum í dag.

Á fundinum kom það sjónarmið fram hjá bæði borgarfulltrúum og fundarmönnum að ímynd stjórnmálanna hefði skaðast á þeim átökum sem hefðu verið um borgarmál á síðustu mánuðum. Vilhjálmur sagði að eina svar Sjálfstæðisflokksins við þessu væri að stunda heiðarleg vinnubrögð og láta verkin tala. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, sagði að sjálfstæðismenn yrðu að leggja sig fram um að slá sáttatón. "Við þurfum að vinna með öllum borgarbúum þannig að borgarbúar fá á tilfinningu að þetta sér þeirra meirihluti. " 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert