Ástandið má vera betra

Svæðisstjóri suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni tekur undir þá gagnrýni að  ástandið á á Reykjanesbrautinni megi vera betra. Framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar á 12 km kafla, þ.e. frá Strandaheiði að Fitjum, liggja nú niðri en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist á ný í apríl.  

Upphaflega stóð til að framkvæmdunum myndi ljúka 15. júlí en nú er stefnt að því að verkinu verði lokið 1. október. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er tveir milljarðar króna.

Lögreglan segir ástandið á Reykjanesbrautinni vera slæmt. Sjá myndskeið um það hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert