Útboð á innkaupakorti ríkisins stöðvað

Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað samningsgerð Ríkiskaupa við Landsbanka Íslands í kjölfar útboðs vegna innkaupakorts ríkisins. Segir nefndin, að miðað við fyrirliggjandi gögn virðist verulegar líkur á því að brotið hafi verið gegn lögum um opinber innkaup.

Kærunefnd útboðsmála getur samkvæmt lögum stöðvað gerð samnings, þar til endanlega hafi verið skorið úr kæru, telji nefndin að verulegar líkur séu á því að brotið hafi verið gegn lögum um opinber útboð.

Ríkiskaup ákváðu um áramótin að taka tilboði Landsbankans í innkaupahortið. Kreditkort hf. kærðu þá ákvörðun til kærunefndar, sem nú hefur stöðvað samningsgerðina.

Segir kærunefndin m.a. að bjóðendum í útboðinu hafi verið ógerlegt að átta sig á því hvernig kaupandi hyggðist meta tiltekna þætti í tilboðum þeirra. Forsendur fyrir vali tilboða hafi þannig gefið Ríkiskaupum of víðtækt mat við einkunnagjöf í þeim þáttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert