Sér móttaka opnuð fyrir útlendinga

Í dag opnar Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg lækna- og hjúkrunarmóttöku fyrir ósjúkratryggða innflytjendur með almenn heilsufarsvandamál og minni háttar áverka.

Í fréttatilkynningu frá Heilsuverndarstöðinni segir að markmiðið með móttökunni sé að bæta aðgengi ósjúkratryggðra að heilbrigðisþjónustu. Þeir hafa í miklum mæli leitað til slysadeildar Landspítalans þar sem þeir hafa þurft að greiða há komugjöld auk þess sem þeir hafa leitað til Læknavaktarinnar og heilsugæslustöðva eftir vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert