Með dagsgamalt ökuskírteini og þýfi í bílnum

Karlmaður var í gærkvöldi stöðvaður í Grindavík og kærður fyrir akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Í kjölfarið fannst ætlað þýfi í bifreiðinni. Ökumaðurinn var því vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag.

Lögreglan segir, að ökumaðurinn hafi haft ökuréttindin í einn dag þegar hann var stöðvaður í þetta skiptið og finnit ólögleg fíkniefni í blóðsýnum muni hann missa ökuleyfið aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert