Forstjóri OR álitsgjafinn

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fékk ekki álit Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns á því hvort hann hefði umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy áður en hann fór á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur 3. október. Í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld margítrekaði Vilhjálmur að borgarlögmaður hefði staðfest umboð sitt.

Álit frá forstjóra OR

Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi frá sér í gær segir: „Í sama viðtali talaði ég um ráðgjöf borgarlögmanns. Þar átti ég við fyrrverandi borgarlögmann, sem taldi að ég hefði umboð til að taka þessa ákvörðun sem fulltrúi eigenda.“

Ekki kom fram í ályktuninni um hvern af fyrrverandi borgarlögmönnum Villhjálmur átti við, en Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi borgarlögmaður og starfandi forstjóri Orkuveitunnar, staðfestir að þeir hafi rætt málið. „Ég dró ekki í efa að Vilhjálmur hefði heimild til að taka þessar ákvarðanir á eigendafundinum,“ segir Hjörleifur Kvaran. „Ég gaf ekki skriflegt álit um það, ég geri ráð fyrir að það hafi komið fram í okkar samtölum..“

Hjörleifur var einn þeirra sem áttu að fá kaupréttarsamning í sameinuðu REI. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var, auk þess að vera borgarstjóri, stjórnarmaður í Orkuveitunni þegar ákvarðanir um REI voru teknar.

Vísar í borgarlögmann

Í yfirlýsingunni frá Vilhjálmi sagði einnig: „Í áliti núverandi borgarlögmanns á bls. 5 kemur fram að borgarstjóri hafi stöðuumboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd eigandans, Reykjavíkurborgar, á aðalfundum og eigendafundum OR.“

Þarna vísar Vilhjálmur til svars borgarlögmanns við spurningum sem Umboðsmaður Alþingis beindi til borgarinnar vegna REI-málsins. Þar segir: „Í þessu felst að borgarjóri hafi stöðuumboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd eigandans, Reykjavíkurborgar á aðalfundum eða eigendafundum. Það stöðuumboð verður þó ekki talið vera án takmarkana. Vangaveltur hafa komið upp í kjölfar sameiningarinnar að hvort borgarstjóri hafi farið út fyrir stöðuumboð sitt, þ.e. hvort borgarráð hefði þurft að samþykkja sameininguna. Af því telefni m.a. hefur borgarráð sett á laggirnar sérstakan stýrihóp um málefni OR.“ Það er því ekki annað að skilja en að borgarlögmaður hafi talið það hlutverk stýrihópsins að dæma um umboð borgarstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert