Gefa Grandaveg 8

Fyrir helgi var gengið frá undirritun afsals Faxaflóahafna sf. til Sjóminjasafnsins á fasteigninni Grandagarður 8. Í fréttatilkynningu segir að á 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar 16. nóvember 2007 hafi stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkt að gefa Sjóminjasafninu eignina.

„Reykjavíkurhöfn átti stóran þátt í stofnun Sjóminjasafnsins og keypti m.a. fasteignina Grandagarð 8 til þess að tryggja Sjóminjasafninu framtíðarhúsnæði. Á þeim 3 árum sem safnið hefur verið starfandi hefur því vaxið fiskur um hrygg, en varanlegt húsnæði í eigu safnsins er ein af forsendum þess að það geti áfram vaxið og dafnað.“

Í tilkynningu segir jafnframt að Faxaflóahafnir sf. muni á árinu 2008 ljúka framkvæmdum við klæðningu hússins og frágang utandyra í samræmi við þær teikningar sem fyrir liggja um útlit hússins. Ætla megi að andvirði eignarinnar sé á sjötta hundrað milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert