Gegnumlýsingarbíllinn kemur ekki fyrr en í haust

Gegnumlýsingarbíllinn, sem átti að koma snemma á þessu ári, kemur ekki til landsins fyrr en í október, að sögn Snorra Olsen, tollstjóra í Reykjavík.

„Svo þarf starfsfólkið að læra á búnaðinn en kollegar mínir erlendis segja að menn finni ekki mikið á fyrsta degi því talsverða þjálfun þarf í að lesa úr myndunum,“ segir Snorri.

Hver bíll er sérsmíðaður eftir þörfum kaupandans, sem m.a. velur gegnumlýsingarbúnað, skjái, öryggisbúnað og grind. Þrjú tilboð bárust í verkið í haust og varð kínverskt fyrirtæki fyrir valinu. Það vinnur nú að smíð bílsins, en um er að ræða nýjustu útfærslu slíkra tækja og það besta á markaðnum, að sögn Snorra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert