Styttist í að hringvegurinn verði að fullu malbikaður

 „Nei, ekki er það nú alveg svo gott,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, spurður hvort lokið verði við að malbika hringinn í kringum landið næsta sumar.

En það styttist í það. Nú er eftir að setja bundið slitlag á um 65 km af hringveginum og að loknum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru næsta sumar verða aðeins um 50 km ómalbikaðir.

Á þessu ári verður m.a. ráðist í að binda Þvottár- og Hvalnesskriður, milli Hafnar og Djúpavogs, slitlagi. Leiðin er rúmlega fjórir km að lengd. Einnig verður vegkafli um Arnórsstaðamúla malbikaður í sumar sem er um 6 km leið.

Lengsti malarkaflinn á hringveginum, um 45 km, er um Skriðdal og Breiðdal. Hann bíður malbikunar enn um sinn en fjárveitingar eru fyrir uppbyggingu vegarins um Skriðdal á næsta ári og því þarnæsta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert