Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf

Blaðamenn í Valhöll sl. mánudag.
Blaðamenn í Valhöll sl. mánudag. mbl.is/Frikki

Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent Sjálfstæðisflokknum bréf  í tilefni af framkomu starfsmanna flokksins við blaðamenn á blaðamannafundi með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa, fyrr í vikunni.

Bréfið er eftirfarandi:

„Blaðamannafélag Íslands harmar framgöngu starfsmanna Sjálfstæðisflokksins vegna blaðamannafundar í Valhöll í vikunni.  Hópi fjölmiðlamanna var meinaður aðgangur að fundi í beinni útsendingu með kjörnum fulltrúa borgarinnar um málefni sem brennur á almenningi.
 
Til að tryggja opið og lýðræðislegt samfélag þarf að greiða leið allra fjölmiðla að fréttaviðburðum. Blaðamannafélagið varar við tilraunum til þess að standa í vegi fyrir því.
 
Vinnubrögð af því tagi sem viðhöfð voru í vikunni eru auk þess einungis til þess fallin að skapa tortryggni. BÍ fer fram á að þau endurtaki sig ekki. Í lýðræðislegu samfélagi verða fjölmiðlar að hafa frelsi til að sinna skyldum sínum."

 Vefsíða blaðamannafélagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert