Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson sögðu öll í samtali við Morgunblaðið í gær að þau myndu gefa kost á sér sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins að ári.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í gær að hann telji eðlilegt að allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fái tækifæri til þess að ákveða í sameiningu hver verði borgarstjóri fyrir hönd flokksins.

Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Vilhjálmi í gær mun hann sitja áfram sem borgarfulltrúi og oddviti borgarstjórnarflokksins en hvað hann varðar „sé opið hver tekur við embætti borgarstjóra“ í mars á næsta ári. Samtímis barst yfirlýsing frá borgarstjórnarflokknum þess efnis að Vilhjálmur nyti óskoraðs stuðnings.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Vilhjálmur að ákvörðun verði tekin þegar nær dregur en leggur áherslu á að flokkurinn muni tímasetja þá ákvörðun á eigin forsendum en ekki láta undan þrýstingi pólitískra andstæðinga.

Vilhjálmur segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að leita út fyrir núverandi borgarstjórnarflokk að nýju borgarstjóraefni enda sé þar að finna fjölda hæfileikafólks. Hann segir hins vegar mikilvægt að sátt verði innan hópsins um valið þannig að sá er sest í borgarstjórastólinn hafi skýrt umboð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert