44 metanvagnar í umferð árið 2012?

 Á næstu árum væri hægt að fjölga metanvögnum í notkun hjá Strætó bs. í nokkrum áföngum og stuðla þannig að minni losun koldíoxíðs frá flotanum. Umbreytingin þarf ekki að taka langan tíma og þegar árið 2010 gætu tólf til átján metanvagnar verið í fullum akstri hjá fyrirtækinu.

Þetta er mat Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., sem telur metanvæðingu hluta flotans á næsta áratug geta orðið hluta af milliskrefi, áður en tvíorkuvirkni (einnig nefnd tvinnbílatækni) eða aðrir vistvænir orkugjafar verða innleiddir í vagnaflotann.

Sér Reynir fyrir sér að á næsta ári gæti Strætó bs. keypt sex til tíu metanvagna. Næstu tvö árin gæti Strætó bs. svo keypt fjóra til sex metanvagna í árlegri nýliðun og því samtals verið tólf til átján vagnar í rekstri hjá fyrirtækinu í lok 2010.

Næstu tvö ár þar á eftir yrði síðan stefnt að því að kaupa tíu til tólf metanvagna til viðbótar og yrðu þeir þá annaðhvort í eigu fyrirtækisins eða undirverktaka þess.

Með þeirri viðbót gætu 26-44 metanvagnar verið í akstri á höfuðborgarsvæðinu þegar árið 2012. Nú eru tveir metanvagnar í notkun hjá Strætó bs. og er gasið sem þeir brenna afgreitt við metanstöðina á Ártúnshöfða, þangað sem það er leitt frá sorphaugunum á Álfsnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert