Leggjast gegn aðild að ESB

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun Félags ungra frjálslyndra um Evrópusambandsaðild:

„Samkvæmt 86. grein almennra hegningarlaga telst sá landráðamaður ,,sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með...svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð.“

Félag ungra frjálslyndra ályktar að Evrópusambandsaðild væri bæði aðför að fullveldi Íslands og Íslendingum sem þjóð.

Þá bendir Félag ungra frjálslyndra á þá augljósu staðreynd að Evrópusambandið er að þróast út í miðstýrt veldi sem virðir að vettugi hagsmuni smáþjóða.

Félag ungra frjálslyndra leggst gegn Evrópusambandsaðild ásamt öllum milliríkjasamningum sem á einhvern hátt afnema fullveldi Íslands.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert