Vilja rannsókn á matvöruhækkunum

mbl.is/Sverrir

Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti á síðasta fundi sínum að senda forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að hann beiti sér fyrir því að stofnað verði til samráðsvettvangs til að hamla gegn verðhækkunum á matvörum.

Einnig var samþykkt að senda erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að rannsakað verði hvort um sé að ræða hækkanir sem eiga sér eðlilegar skýringar eða hvort framleiðendur, birgjar og/eða smásöluaðilar séu í skjóli af miklum verðhækkunum á heimsmarkaði að hækka álagningu sína.

Bréfin voru skrifuð eftir að fram komu fram áhyggjur af miklum verðhækkunum á matvörum á fundinum, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Hægt er að lesa bréfin á vef Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert