Fiðrildaganga í þágu kvenna

Mikil stemmning var í fiðrildagöngunni.
Mikil stemmning var í fiðrildagöngunni. mbl.is/Ómar

Í tilefni af Fiðrildaviku efndu BAS samtökin og UNIFEM til Fiðrildagöngu í Reykjavík til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Gengið var frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll.

Fyrir göngunni fóru þjóðþekktir einstaklingar með kyndla og sá kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fyrir taktfastri tónlist. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra leiddi gönguna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert