Dagskrá í minningu Fischers

Glatt var á hjalla í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Þarna má …
Glatt var á hjalla í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Þarna má m.a. sjá Friðrik Ólafsson, Össur Skarphéðinsson og Júlíus Vífil Ingvarsson. Ómar Óskarsson

Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, var minnst á sérstakri hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Fischer, sem lést fyrr á þessu ári, hefði orðið 65 ára í dag. Minningarmót um Fischer verður á morgun og þriðjudaginn - samhliða lokaumferð Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins.  

Boris Spassky, sem mætti Fischer í Einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 og vinur hins látna meistara, kom til landsins vegna hátíðarinnar og minntist í dag Fischers. Spasský lýsti því yfir í dag að hann væri svartsýnn á stöðu nútímaskáklistar. „Tölvurnar eru nú að ganga af klassískri skák dauðri,“ sagði hann. „Við verðum því að standa að einhverskonar endurreisn - perestroika - hennar.“

Spasskí sagðist ekki tefla lengur en kennir hinsvegar börnum skák í Síberíu og Úralfjöllum. „Ég er að reyna að útskýra fyrir þeim hvernig þau geta látið skáktölvurnar þjóna sér. En það er ekki hlaupið að því,“ sagði hann á fundi með blaðamönnum.

Á hátíðardagskránni í dag fluttu stutt ávörp Geir H. Haarde forsætisráðherra og Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar. Flutt var tónlist sem tengist skáklistinni og m.a. tók lagið ungverski stórmeistarinn og óperusöngvarinn Lajos Portisch.

Auk Spasskys minntist Fischers aðstoðarmaður hans í einvíginu í Reykjavík og náinn vinur, séra William Lombardy.

Á minningarmótinu um Fischer, sem verður í Ráðhúsinu á morgun og þriðjudaginn, taka m.a. þátt stórmeistararnir Portisch sem áður var nefndur, Pal Benko frá Bandaríkjunum, Vlastimil Hort frá Tékklandi og Friðrik Ólafsson. Þeir Spassky og Lombardy verða skákskýrendur. 
Boris Spassky og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksasmbands Íslands.
Boris Spassky og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksasmbands Íslands. Ómar Óskarsson
Boris Spassky í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Boris Spassky í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert