Feitur fiskur úr sjó

Það virðist sama hvar er borið niður á vetrarvertíðinni. Alls staðar er góður þorskafli og fiskurinn er feitur og vel á sig kominn. Flest bendir því til að þorskurinn hafi komizt í meira æti að undanförnu en á sama tíma í fyrra. Það er líka sama hvaða veiðarfæri er notað. Það fiskast vel í þau öll, net, línu og troll.

Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík, segir að þorskurinn sé mun betri nú en í fyrra og meiri afli sé á hvern krók hjá stóru beitningarvélabátunum. Frá Norðurlandi berast þær fréttir að fiskurinn sé mun betur á sig kominn en undanfarin ár og vel aflist, þegar gefur á sjó. Við Breiðafjörðinn fiskast vel og sömu sögu er að segja af vertíðarsvæðinu við Reykjanesið. Hólmgrímur Sigvaldason, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grindavík, segir að þorskurinn sé mjög jafn og stór og það bjargi miklu. Flestir útgerðarmenn og sjómenn glíma nú í enn meiri mæli við þann vanda að forðast þorskinn, þar sem kvótinn er minni en nokkru sinni áður. Þeir draga í efa að nauðsynlegt hafi verið að skera þorskkvótann niður um 60.000 tonn á þessu ári. Allt bendi til meiri þorskgengdar og betri fisks. Jafnframt benda fiskverkendur á að niðurskurðurinn kunni að leiða til þess að frumkvæði okkar á saltfiskmarkaðnum í Portúgal kunni að vera í hættu. Norðmenn muni fylla í það gat, sem þar myndaðist með niðurskurði þorskkvótans hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert