Grundvöllur lagður að frekari velmegun

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á  ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í New York í dag, að þær umbreytingar, sem orðið hefðu á íslenskum efnahagsmálum undanfarin 15 ár hefðu tekist afar vel og með þeim hefði verið lagður grundvöllur fyrir velmegun í að minnsta kosti önnur fimmtán ár.

Geir sagði m.a., að íslenska hagkerfið væri þróað, sterkt og sveigjanlegt og bæri ýmis einkenni sem hlytu að vera öfundarefni annarra vestrænna ríkja, svo sem hagstæða aldursskiptingu þjóðarinnar, öflugt lífeyriskerfi sem hefði nýst vel í útrás íslenskra fyrirtækja og  sterka stöðu ríkissjóðs sem væri nánast skuldlaus. 

Ræða Geirs í New York

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert